8.2.2010 | 12:46
Ísland úr Eurovision
Þessi keppni er orðin hund leiðinleg.
Það eru allt of mörg lönd og lang flest lögin eru arfa slök.
Þetta blessaða lag sem Hera flytur ljómar af meðalmennsku og það er ekki neitt nema bara lag. Það hefur enga sérstöðu og það er innihaldslaust og ófrumlegt.
Lagið er vissulega fagmannlega unnið og vel sungið af mjög hæfri atvinnusöngkonu.
Pappakassarnir frá kassagerðinni eru líka rosalega fagmannlega unnir og búnir til af mjög hæfum atvinnu kassagerðarmönnum.
Við gætum alveg eins sent tóman pappakassa í svona keppni.
Tómur pappakassi er álíka frumlegur, þýðingamikill og innihaldsríkur og þetta lag.
Tómur pappakassi hefur þó það umfram þetta lag er að hann býður upp á að það er hægt að setja ýmiskonar hluti í hann og það auðveldar flutninga á viðkomandi hlutum. Þessvegna ber ég virðingu fyrir pappakössum og því góða starfi sem kassagerðin vinnur.
Það er vitleysa að eyða peningum ríkissjónvarpsins í að senda keppenda í þessa keppni. Sérstaklega í ljósi mikils niðurskurðar sem sú stofnun hefur þurft að ganga í gegnum og gengur enn í gegn um. Það hefði að sjálfsögðu líka átt að sleppa þessari undankeppni líka. Sjónvarpsáhorfendur hefðu örugglega haft jafn gaman af því að horfa á endursýningu af einhverri gamalli undankeppni (persónulega myndi ég þó frekar velja endursýningu á gömlum Derrick þáttum).
Mér finnst þó allt í lagi að ef einhver Eurovision elskandi er sjálfur tilbúinn að borga allan kostnað við þátttöku sína í keppninni að hann fái að taka þátt fyrir hönd Íslands (ef hann lofar að vinna ekki, svo að keppnin þurfi ekki að vera á Íslandi).
Ég get vel trúað þvi að það sé mjög gaman að ferðast til útlanda og hitta fólk frá öðrum löndum og fara í alskonar partí og það getur vel verið að einhver sé sjálfur tilbúinn að borga sjálfur fyrir það.
8.000 miðar á 20 mínútum! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 8.2.2010 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.