Óþarfir lögfræðingar og fjölbreyttari verkfræðingar

Það sem ekki svo margir vita er að ríkið borgar álíka mikið með hverjum einasta nemanda (á svipuðum námsleiðum), óháð því í hvaða skóla hann er. Ríkið borgar svipað mikið í kennslugjöld með nemanda í lögfræði í HR og HÍ.

Það sem mér finnst helst mæla gegn því að kenna lögfræði i svona mörgum skólum er að þjóðfélagið hefur ekkert að gera með svona marga lögfræðinga.
Að sjálfsögðu eru lögfræðingar nauðsynlegir og gagnlegir en bara upp að vissu marki og bara í ákveðnu magni.
Í BNA eru t.a.m. flestir lögfræðingar miðað við höfðatölu og eina gagnið sem þeir gera, er að gera samfélagið þar réttlátarara fyrir þá sem eiga mikinn pening. Viljum við þannig þjóðfélag? Hvað annað ættu allir þessir lögfræðingar að vinna við og á hvaða hátt geta þeir skapað verðmæti fyrir þjóðfélagið sem heild?
Mér finnst að það ætti helst að kenna lögfræði á einum stað og vera með fjöldatakmarkanir og/eða síu kúrsa.

---

HR og HÍ býður upp á svipaða tölvunarfræðikennslu sem gæti verið skynsamlegt að sameina að einhverju eða öllu leyti. Á þessu sviði held ég að Ísland sé of lítið fyrir tvo háskóla og það bitni á gæðum. Nemendurnir eru ekkert svo margir, sumir kúrsar eru með fáum nemendum (sem er óhagkvæmt) og stærri heildarfjöldi nemenda gæti stuðlað að fjölbreyttari valnámskeiðum og fleira.

Tölvunarfræðikennslan í HR, hefur verið gott spark í rassinn fyrir HÍ, ekki bara tölvunarfræðideildina heldur sem heild. Nemendur þar virðast almennt vera ánægðari með námið og þar er greinilega verið að gera eitthvað rétt sem er gert rangt í HÍ. Þó að það sé hagkvæmara og skynsamlegara að kenna tölvunarfræði bara á einum stað, þá hefur HR sannað að það sé hægt að gera það að mörgu leyti betur en HÍ hefur gert það.

Verkfræðikennslan er ekki sú sama í HÍ og HR. Verkfræðideild HR býður upp á fjármálaverkfræði, heilbrigðisverkfræði og hátækniverkfræði (sem mér skilst þó að svipi mjög til véla- og iðnaðarverkfræðinar i HÍ) auk nokkra gerða af tæknifræði (sömu námsbrautir og voru í tækniskólanum) en HÍ býður upp á  umhverfis- og bygginga-, véla- og iðnaðar-, og rafmagns og tölvuverkfræði.

Verkfræðideild HR held ég að sé að mörgu leiti góð viðbót við verkfræðinámsframboðið sem er í HÍ. HR eru reyndar að bæta við vélaverkfræði hjá sér sem ég veit ekki hvort sé skynsamlegt og hagkvæmt (fyrir þjóðfélagið sem heild).
Ef til vill væri hægt að hagræða eitthvað með því að sameina einhver námskeið en sameiginlegu námskeiðin (stærðfræðigreining, inngangs námskeið og eðlisfræði og eitthvað fleira), eru hvort eð er svo stór og fjölmenn námskeið 

Kannski væri sniðugast að auka samgang og samvinnu skólana, t.d. með því að auðvelda nemendum að taka námskeið við hinn skólann, eða vinna sameiginlega að einhverjum námskeiðum o.fl.

Háskólanám er oft þannig að það byrjar á mjög fjölmennum inngangsnámskeiðum sem eru stundum eru sameiginleg með öðrum námsleiðum en síðan taka við sérhæfðari og fámennari námskeið. 

Ég held að í þeim tilvikum þar sem eru 50 eða fleiri nemendur í hverju námskeiði, sé ekki mjög mikil ástæða til að hagræða mikið frekar. Það er mjög ópersónulegt og leiðinlegt að taka mjög fjölmenn námskeið og því ekkert að því að kenna þau á fleiri en einum stað.

Þegar kemur að fámennari námskeiðum er augljóst að það væri hagkvæmara að kenna þau bara á einum stað, án þess að það þyrfti að koma mikið niður á gæðum kennslunar.

 


mbl.is Ekki hægt að réttlæta kennslu í sömu greinum í mörgum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband