Enn betri hugmynd


Verslanir eru ekki að fara að setja upp ávaxtabari og reka þá með tapi af því bara, og heldur ekki til að auka ávaxtaneyslu.

Krakkarnir mættu endilega velta fyrir sér eftirfarandi spurningum:
- Afhverju bjóða búðir sælgæti í nammibörum á svona rausnarlegum afslætti á laugardögum?
- Er það vegna þess að búðunum er mikið hjartansmál að auka sælgætisneyslu?
- Afhverju er ekki nammið á þessu verði alla daga vikunar?
- Hvernig ákveða búðir hvað vörur kosta?
- Hvað kosta ávextir? (í samanburði við sælgæti).
- Veit fólk almennt hvað ávextir kosta?
- Forðast fólk að kaupa ávexti út af því að þeir eru svo dýrir.

Ávextir eins og epli, appelsínur og bananar eru í raun frekar ódýrir og það eru fáar vörur í matvörubúðum með lægri kílóverð.

Verðið er vissulega árstíðabundið og misjafnt en kílóverðið er bara brot af laugardagskílóverði sælgætis.

Aðrir ávextir eru flestir dýrari en það eru ekki margir sem eru dýrari heldur en sælgæti.

Alla daga vikunar eru ávextir miklu ódýrari heldur en sælgæti.

Á facebook síðunni sem var stofnuð í kringum þetta verkefni þeirra er nefnt kílóverð á jarðaberjum og bláberjum, en þau verð eru mjög árstíðabundin (sökum framboðs og eftirspurnar). Hátt verð á þessum vörum er ekki vegna þess að búðirnar hafa ákveðið að bláber og jarðaber eiga að vera dýrari en nammi.

Ef að fólk borðar ekki nóg af ávöxtum og of mikið nammi, þá er það ekki vegna þess að ávextir eru dýrir og nammi er ódýrt, því að sú er alls ekki raunin. Nammi er dýrt og ávextir eru ódýrir.

Maður getur líka litið á dæmið þannig að á laugardögum sé venjulegt verð á nammi og aðra daga vikurnar er ógeðslega mikil og ósanngjörn álagning.

En nú ætla ég að segja frá hugmyndinni sem er enn betri sem fyrirsögnin vísar í:
Almennt held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir því að ávextir eru ódýrir og líti ekki á þá sem valkost sem gæti komið í stað nammis. Því er hægt að breyta.
Það sem þarf að gera er að selja ávexti í nýjum búningi og kalla þá eitthvað annað. Til dæmis væri hægt að setja á þá límmiða sem höfðar til barna og kalla þá súperávexti.
Verðið sem neytandi greiðir, yrði þá yrði nákvæmlega hið sama og á venjulegum ávöxtum, nema að súperávextirnir fimmfallt hærra verð, en af þessu fimmfallt hærra verði er gefinn 80% afsláttur (annað hvort alla daga eða ákveðinn dag eða daga eftir því hvað er talið höfða betur til fólks).

Þannig getur maður valið um að kaupa venjuleg epli fyrir 350 kr./kg. eða súperepli sem hefur verðið 1750 kr./kg. (sem er rétt aðeins meira heldur en kíló af nammi kostar í laugardagsnammibar) en með 80% afslætti borgar maður ekki nema 350 kr./kg. Fullt af fólki myndi finnast þetta of góður díll til að sleppa honum.

Þannig geta búðir haldið áfram að bjóða upp á venjulega ávexti ódýrt á hverjum einasta degi, og þeir sem vilja ekki kaupa neitt án þess að fá afslátt fá góðan afslátt af súperávöxtum og búðin fær jafn mikinn pening og áður fyrir hvert selt kíló af ávöxtum, og jafnvel eykur sölu á þeim.
Allir græða.


mbl.is Vilja ávaxtabari í búðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband