Færsluflokkur: Bloggar

er það bara ég sem skil þetta ekki?

Upplýsingarnar sem ég les úr þessari frétt eru:
Barnabætur fyrir börn yngri en 7 ára: 100þ.
Barnabætur hjóna (saman býst ég við?): 167þ. fyrsta barn, 199þ. önnur börn (óháð aldri barna?)
Barnabætur einstæðra foreldra: 279þ. fyrsta barn, 286þ. önnur börn (óháð aldri barna?).

Fyrir hvern er þá þessi 100þ. vegna barna yngri en 7 ára? og er það fyrsta eða önnur börn yngri en 7 ára?


mbl.is Barnabætur verða hækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djörf ályktun

Þetta er áhugaverð niðurstaða sem hann kemst að, þ.e. að nemendur af landsbyggðinni standi sig betur vegna þess að nemendahópurinn er fjölbreyttari. Ég verð að segja að mér finnst þetta mjög djörf ályktun. Mér detta í hug margar aðrar skýringar sem gætu legið að baki.

Meðaleinkun nemenda af landsbyggðinni er lægri úr samræmdum prófum. En er meðaleinkun þess hluta nemanda af landsbyggðinni sem skila sér í háskólanám lægri?

Nemendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta sæmilega auðveldlega skráð sig í háskóla bara til að prófa. Þeir geta prófað og gáð hvort þeim líki námið og hætt og farið að gera eitthvað annað ef þeim líkar það ekki. Fórnarkostnaðurinn og fyrirhöfnin við þess að prófa háskólanám er ekki svo mikill.

Það töluvert meiri fórnarkostnaður og fyrirhöfn fyrir nemanda af landsbyggðinni að flytja til höfuðborgarsvæðisins (eða Bifrastar, Akureyrar, útlanda, eða ferðast alltaf lengri vegalengd í skólann), til þess að fara í háskóla og því má gera ráð fyrir að nemandi af landsbyggðinni telji sig vita nokkurnvegin hvað hann vill áður en hann fer í háskóla.

Hann talar um að nemendahópar út á landi séu fjölbreyttari hvað námsgetu varðar og að það sé jákvætt fyrir alla.
Ég verð að vera ósammála.
Hann talar um að góðir nemendur hífi þá slakari upp og slakari nemendur hafi hvetjandi áhrif á kennara þar sem þeir eru krefjandi.
Það á eflaust við í einhverjum tilvikum.
Ég trúi varla að það sé vandamál í námsgetulega séð einsleitari nemendahópum að þeir séu ekki nógu krefjandi fyrir kennarana.

Ég held að það hljóti líka að eiga oft við að slakari nemendur séu akkeri fyrir sterkari nemendur þegar kennslan er aðlöguð að slakari nemendum og þegar kennslan er aðlöguð að sterkari nemendum heltast þeir slakari úr lestinni.
Það var allavega þannig sem ég minnist barnaskólaáranna þegar maður neyddist til að vera í bekk í fjölbreyttum nemendahóp.

Ég er alls ekki á þeirri skoðun að skólar á landsbyggðinni séu slæmir skólar. Þeir eru vissulega svolítið öðruvísi, og því fylgja líklegast bæði kostir og gallar. Í háskóla man ég eftir mjög öguðum og vel undirbúnum nemendum sem komu úr minni framhaldsskólum af landsbyggðinni. Þessir nemendur höfðu verið hæstir eða meðal hæstu úr sínum framhaldsskólum og þeir stóðu u.þ.b. jafnvel að vígi og góðir nemendur úr MR, MH, MA og VÍ. Það hefur allavegana ekki aftrað þessum nemendum mikið að koma úr sínum skólum.

Ég man líka eftir að nemendur úr framhaldsskólum af landsbyggðinni töluðu um að það hefði verið ákveðin nánd skapast milli kennara og nemenda og að kennarnir hafi verið mjög aðgengilegir og gjarnan eytt tíma utan kennslustunda til að hjálpa nemendum ef þess var óskað.
Þegar ég var MH var svo sem líka alveg hægt að nálgast kennara utan kennslustunda (en þó á vinnutíma) og þeir voru flestir mjög hjálplegir og vingjarnlegir ef maður gerði það. Það var samt ekki mikil hefð fyrir því. Kennarar voru líka oftast með frekar marga nemendur í mörgum hópum og þá mynduðust ekki jafn mikil tengsl milli nemanda og kennara. Ég tók t.a.m. fimm íslenskuáfanga í MH og var aldrei með sama kennarann í neinum þeirra. Nær allir nemendur skólans þurftu að taka hið minnsta 5 íslenskuáfanga og því voru ansi margir íslenskukennarar starfandi við skólann. Það voru hinsvegar færri frönskukennarar í skólanum þar sem að einungis hluti nemanda valdi frönsku. Ég var þessvegna með sömu frönskukennarana oftar en einu sinni og þá kynntust nemendur og kennarar betur og það var mjög jákvætt (það hefði samt líklegast ekki verið jafn jákvætt ef kennararnir hefðu ekki verið svona skemmtilegir og jafnframt góðir í sínu fagi). Í minni skólum sem eru ekki með jafn marga kennara hljóta nemendur því að vera oftar með sömu kennarana þ.a.l. kynnast nemendur og kennarar betur og það held ég að hljóti að hafa mun fleiri kosti en galla.


mbl.is Er rétt að velja eftir einkunnunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn betri hugmynd


Verslanir eru ekki að fara að setja upp ávaxtabari og reka þá með tapi af því bara, og heldur ekki til að auka ávaxtaneyslu.

Krakkarnir mættu endilega velta fyrir sér eftirfarandi spurningum:
- Afhverju bjóða búðir sælgæti í nammibörum á svona rausnarlegum afslætti á laugardögum?
- Er það vegna þess að búðunum er mikið hjartansmál að auka sælgætisneyslu?
- Afhverju er ekki nammið á þessu verði alla daga vikunar?
- Hvernig ákveða búðir hvað vörur kosta?
- Hvað kosta ávextir? (í samanburði við sælgæti).
- Veit fólk almennt hvað ávextir kosta?
- Forðast fólk að kaupa ávexti út af því að þeir eru svo dýrir.

Ávextir eins og epli, appelsínur og bananar eru í raun frekar ódýrir og það eru fáar vörur í matvörubúðum með lægri kílóverð.

Verðið er vissulega árstíðabundið og misjafnt en kílóverðið er bara brot af laugardagskílóverði sælgætis.

Aðrir ávextir eru flestir dýrari en það eru ekki margir sem eru dýrari heldur en sælgæti.

Alla daga vikunar eru ávextir miklu ódýrari heldur en sælgæti.

Á facebook síðunni sem var stofnuð í kringum þetta verkefni þeirra er nefnt kílóverð á jarðaberjum og bláberjum, en þau verð eru mjög árstíðabundin (sökum framboðs og eftirspurnar). Hátt verð á þessum vörum er ekki vegna þess að búðirnar hafa ákveðið að bláber og jarðaber eiga að vera dýrari en nammi.

Ef að fólk borðar ekki nóg af ávöxtum og of mikið nammi, þá er það ekki vegna þess að ávextir eru dýrir og nammi er ódýrt, því að sú er alls ekki raunin. Nammi er dýrt og ávextir eru ódýrir.

Maður getur líka litið á dæmið þannig að á laugardögum sé venjulegt verð á nammi og aðra daga vikurnar er ógeðslega mikil og ósanngjörn álagning.

En nú ætla ég að segja frá hugmyndinni sem er enn betri sem fyrirsögnin vísar í:
Almennt held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir því að ávextir eru ódýrir og líti ekki á þá sem valkost sem gæti komið í stað nammis. Því er hægt að breyta.
Það sem þarf að gera er að selja ávexti í nýjum búningi og kalla þá eitthvað annað. Til dæmis væri hægt að setja á þá límmiða sem höfðar til barna og kalla þá súperávexti.
Verðið sem neytandi greiðir, yrði þá yrði nákvæmlega hið sama og á venjulegum ávöxtum, nema að súperávextirnir fimmfallt hærra verð, en af þessu fimmfallt hærra verði er gefinn 80% afsláttur (annað hvort alla daga eða ákveðinn dag eða daga eftir því hvað er talið höfða betur til fólks).

Þannig getur maður valið um að kaupa venjuleg epli fyrir 350 kr./kg. eða súperepli sem hefur verðið 1750 kr./kg. (sem er rétt aðeins meira heldur en kíló af nammi kostar í laugardagsnammibar) en með 80% afslætti borgar maður ekki nema 350 kr./kg. Fullt af fólki myndi finnast þetta of góður díll til að sleppa honum.

Þannig geta búðir haldið áfram að bjóða upp á venjulega ávexti ódýrt á hverjum einasta degi, og þeir sem vilja ekki kaupa neitt án þess að fá afslátt fá góðan afslátt af súperávöxtum og búðin fær jafn mikinn pening og áður fyrir hvert selt kíló af ávöxtum, og jafnvel eykur sölu á þeim.
Allir græða.


mbl.is Vilja ávaxtabari í búðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gekk lögreglan hús úr húsi þegar hjólinu mínu var stolið

og ég efast um að hún hefði frekar gert það ef einhver hefði kastað grjóti í húsið.
mbl.is Lögreglumenn gengu hús úr húsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er kynjajafnréttið?

Afhverju er ekki hægt að hafa  jafn marga karla og konur í framboði?

Væri það ekki eðlileg krafa um kynjajafnrétti?

 


mbl.is 525 framboð til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær hugmynd sem mætti nota mun meira

Þetta er ein besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi og mér líður hálf asnalega að hafa ekki dottið þetta í hug sjálfum.

Það ætti í raun að nota þetta í miklu meira mæli.

Til dæmis væri mjög sniðugt að borga langtíma bótaþegum fyrir að láta taka sig úr sambandi, því það er miklu dýrara fyrir samfélagið að borga hærri bætur ef félagsmálapakk eignast barn heldur en að borga viðkomandi einu sinni væna summu fyrir að fara í ófrjósemisaðgerð. Þannig að um er að ræða mjög góða fjárfestingu.

Auk þess er svona félagsmálapakk í flestum filvikum lélegir foreldrar sem kunna ekkert að ala upp börn.

(auðvitað eru langtímabótaþegar ekki í öllum tilvikum félagsmálapakk, en það á samt alveg við í ansi mörgum tilvikum).

Hver á þá að eignast börn og ala upp komandi kynslóðir? Bara venjulegt vinnandi fólk sem getur séð um sig og börnin sín að mestu leiti sjálft án mikilla afskipta frá félagsmálakerfinu.

(Það er ekki verið að tala um geldingar eins og einhverjir bloggasnar sem hafa bloggað um þessa frétt hafa haldið fram. Það er verið að tala um ófrjósemisaðgerðir sem er allt annað. Endilega lesið þetta ef þið eruð í vafa og/eða viljið fræðast:

http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=0&do=view_grein&id_grein=2312
http://www.durex.com/is-IS/SexualLifestyle/Contraception/Pages/Maleandfemalesterilisation.aspxhttp://en.wikipedia.org/wiki/Vasectomy
http://en.wikipedia.org/wiki/Tubal_ligation
http://en.wikipedia.org/wiki/Essure   )


mbl.is Fíklum borgað fyrir ófrjósemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfir lögfræðingar og fjölbreyttari verkfræðingar

Það sem ekki svo margir vita er að ríkið borgar álíka mikið með hverjum einasta nemanda (á svipuðum námsleiðum), óháð því í hvaða skóla hann er. Ríkið borgar svipað mikið í kennslugjöld með nemanda í lögfræði í HR og HÍ.

Það sem mér finnst helst mæla gegn því að kenna lögfræði i svona mörgum skólum er að þjóðfélagið hefur ekkert að gera með svona marga lögfræðinga.
Að sjálfsögðu eru lögfræðingar nauðsynlegir og gagnlegir en bara upp að vissu marki og bara í ákveðnu magni.
Í BNA eru t.a.m. flestir lögfræðingar miðað við höfðatölu og eina gagnið sem þeir gera, er að gera samfélagið þar réttlátarara fyrir þá sem eiga mikinn pening. Viljum við þannig þjóðfélag? Hvað annað ættu allir þessir lögfræðingar að vinna við og á hvaða hátt geta þeir skapað verðmæti fyrir þjóðfélagið sem heild?
Mér finnst að það ætti helst að kenna lögfræði á einum stað og vera með fjöldatakmarkanir og/eða síu kúrsa.

---

HR og HÍ býður upp á svipaða tölvunarfræðikennslu sem gæti verið skynsamlegt að sameina að einhverju eða öllu leyti. Á þessu sviði held ég að Ísland sé of lítið fyrir tvo háskóla og það bitni á gæðum. Nemendurnir eru ekkert svo margir, sumir kúrsar eru með fáum nemendum (sem er óhagkvæmt) og stærri heildarfjöldi nemenda gæti stuðlað að fjölbreyttari valnámskeiðum og fleira.

Tölvunarfræðikennslan í HR, hefur verið gott spark í rassinn fyrir HÍ, ekki bara tölvunarfræðideildina heldur sem heild. Nemendur þar virðast almennt vera ánægðari með námið og þar er greinilega verið að gera eitthvað rétt sem er gert rangt í HÍ. Þó að það sé hagkvæmara og skynsamlegara að kenna tölvunarfræði bara á einum stað, þá hefur HR sannað að það sé hægt að gera það að mörgu leyti betur en HÍ hefur gert það.

Verkfræðikennslan er ekki sú sama í HÍ og HR. Verkfræðideild HR býður upp á fjármálaverkfræði, heilbrigðisverkfræði og hátækniverkfræði (sem mér skilst þó að svipi mjög til véla- og iðnaðarverkfræðinar i HÍ) auk nokkra gerða af tæknifræði (sömu námsbrautir og voru í tækniskólanum) en HÍ býður upp á  umhverfis- og bygginga-, véla- og iðnaðar-, og rafmagns og tölvuverkfræði.

Verkfræðideild HR held ég að sé að mörgu leiti góð viðbót við verkfræðinámsframboðið sem er í HÍ. HR eru reyndar að bæta við vélaverkfræði hjá sér sem ég veit ekki hvort sé skynsamlegt og hagkvæmt (fyrir þjóðfélagið sem heild).
Ef til vill væri hægt að hagræða eitthvað með því að sameina einhver námskeið en sameiginlegu námskeiðin (stærðfræðigreining, inngangs námskeið og eðlisfræði og eitthvað fleira), eru hvort eð er svo stór og fjölmenn námskeið 

Kannski væri sniðugast að auka samgang og samvinnu skólana, t.d. með því að auðvelda nemendum að taka námskeið við hinn skólann, eða vinna sameiginlega að einhverjum námskeiðum o.fl.

Háskólanám er oft þannig að það byrjar á mjög fjölmennum inngangsnámskeiðum sem eru stundum eru sameiginleg með öðrum námsleiðum en síðan taka við sérhæfðari og fámennari námskeið. 

Ég held að í þeim tilvikum þar sem eru 50 eða fleiri nemendur í hverju námskeiði, sé ekki mjög mikil ástæða til að hagræða mikið frekar. Það er mjög ópersónulegt og leiðinlegt að taka mjög fjölmenn námskeið og því ekkert að því að kenna þau á fleiri en einum stað.

Þegar kemur að fámennari námskeiðum er augljóst að það væri hagkvæmara að kenna þau bara á einum stað, án þess að það þyrfti að koma mikið niður á gæðum kennslunar.

 


mbl.is Ekki hægt að réttlæta kennslu í sömu greinum í mörgum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Þessi skrif segja allt um þann sem skrifar og ekkert um umfjöllunarefnið“

Afhverju má Sindra ekki finnast platan ömurleg og skrifa það?

Trúa þessir einstaklingar í STEF klíkunni, sem kalla sig sjálfa tónlistarmenn og skrifuðu facebook athugasemdir, ekki að annar meðlimur í klíkunni geti gefið út plötu sem einhverjum finnst heilalaus og ömurleg?

Ég hef stundum hlustað á Rás 2 og heyrt tónlist STEF klíkunar sem þar er spiluð, og get ekki sagt að sú tónlist sé á neitt hærra plani heldur en umfjöllunin um hana eða eigi neitt betra skilið. Sumt er gott annað er slæmt, eins og gegnur og gerist á svo mörgum sviðum.

Ef allar íslenskar plötur fengju alltaf frábæra dóma þá myndi enginn taka mark á því.Ef maður sér gagnrýnanda sem gefur gefur góðum plötum góða dóma og slæmum plötum slæma dóma, þá tekur maður meira mark á honum og er líklegri til að kaupa plötur sem fá góða dóma, heldur en ef allar plötur fengju góða dóma.

Þessi skrif Sindra hafa líka ekkert með mömmu hans að gera (allavega ekkert frekar en hraunið hans Bubba hafa með mömmu Bubba að gera).



Afverju geta ekki tónlistarmenn sýnt blaðamönnum aðeins meiri virðingu?? Þeir eru eflaust líka að skrifa í heiðarleika frá hjartanu, og oftar en ekki finnst þeim afurðir sumra tónlistarmanna jafn merkilegar og tónlistar mönnum finnast afurðir blaðamanna. 

...Alveg óþarfi að níðast á því fyrir það þótt sjálfsagt sé að fólk geti haft sínar skoðanir og smekk. Það er bara oft ekki mjög málefnalega/fagmannlega skrifað um músíkrýni á Íslandi, því miður. Mjög særandi fyrir þann sem lendir í þessu.

 

Það sama á við um skrif Bubba um Sindra. Þau segja nákvæmlega ekkert um umfjöllunarefnið (engin rökstuðningur á að hann hafi rangt fyrir sér eða neitt þannig) heldur mjög barnaleg „ad hominem“ áras.

 

 Mér fannst þetta ágætlega skrifaður dómur (ekki ósvipað og fólk hefur ólíkar skoðanir á verkum tónlistarmanna). Þannig séð ekkert ófaglegt við hann. Hann lýsti upplifun sinni af plötunni og gerði það á frekar skemmtilegan hátt þannig að úr varð líflegur texti með smá karakter og attitjúd.Ekki ósvipað og pönk tónlist sem er oft ekkert faglega unnin frá atvinnutónlistarmanna sjónarmiði, en er hinsvegar gjarnan mjög lífleg, með mikinn karakter og mikla sál.Sindri er eflaust fær um að rakka niður plötuna á málefnalegri og að þínu mati á fagmanlegari hátt, en niðurstaðan hefði eflaust orðið mun leiðinlegri texti.

 

Ég ætla að vísa aftur í orð Jakobs „Þessi skrif segja allt um þann sem skrifar og ekkert um umfjöllunarefnið“.

 

Þó að Hafdís sé ekki jafn stór og mikil stjarna og þú, þá er óþarfi að kalla hana Hafdísi litlu. ;) síríuslí.

 

Lokaorð?

STEF klíkunni þykir greinilega ekki mikið til þessara skrifa koma og hefur um þau ljót orð. Fólk hefur ólíkar skoðanir. Mér og mörgum öðrum finnst oftar en ekki lítið til tónlistar STEF klíkunar koma.  Sumir hafa um það ljót orð.

Er annar hvor hópurinn skárri? 


mbl.is Bubbi hraunar yfir Sindra Eldon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Put your money where your mouth is

...er máltæki á ensku (það þýðir: settu peningana þína þar sem kjafturinn á þér er).

 Hér á ég við peningana sem hann og aðirir hafa komið undan á  leyni bankareikninga í bankaleynd.

 


mbl.is Björgólfur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland úr Eurovision

Þessi keppni er orðin hund leiðinleg.
Það eru allt of mörg lönd og lang flest lögin eru arfa slök.
Þetta blessaða lag sem Hera flytur ljómar af meðalmennsku og það er ekki neitt nema bara lag. Það hefur enga sérstöðu og það er innihaldslaust og ófrumlegt.
Lagið er vissulega fagmannlega unnið og vel sungið af mjög hæfri atvinnusöngkonu.
Pappakassarnir frá kassagerðinni eru líka rosalega fagmannlega unnir og búnir til af mjög hæfum atvinnu kassagerðarmönnum.
Við gætum alveg eins sent tóman pappakassa í svona keppni.
Tómur pappakassi er álíka frumlegur, þýðingamikill og innihaldsríkur og þetta lag.
Tómur pappakassi hefur þó það umfram þetta lag er að hann býður upp á að það er hægt að setja ýmiskonar hluti í hann og það auðveldar flutninga á viðkomandi hlutum. Þessvegna ber ég virðingu fyrir pappakössum og því góða starfi sem kassagerðin vinnur.

Það er vitleysa að eyða peningum ríkissjónvarpsins í að senda keppenda í þessa keppni. Sérstaklega í ljósi mikils niðurskurðar sem sú stofnun hefur þurft að ganga í gegnum og gengur enn í gegn um. Það hefði að sjálfsögðu líka átt að sleppa þessari undankeppni líka. Sjónvarpsáhorfendur hefðu örugglega haft jafn gaman af því að horfa á endursýningu af einhverri gamalli undankeppni (persónulega myndi ég þó frekar velja endursýningu á gömlum Derrick þáttum).

Mér finnst þó allt í lagi að ef einhver Eurovision elskandi er sjálfur tilbúinn að borga allan kostnað við þátttöku sína í keppninni að hann fái að taka þátt fyrir hönd Íslands (ef hann lofar að vinna ekki, svo að keppnin þurfi ekki að vera á Íslandi).
Ég get vel trúað þvi að það sé mjög gaman að ferðast til útlanda og hitta fólk frá öðrum löndum og fara í alskonar partí og það getur vel verið að einhver sé sjálfur tilbúinn að borga sjálfur fyrir það.


mbl.is 8.000 miðar á 20 mínútum!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband