Afhverju má Sindra ekki finnast platan ömurleg og skrifa það?
Trúa þessir einstaklingar í STEF klíkunni, sem kalla sig sjálfa tónlistarmenn og skrifuðu facebook athugasemdir, ekki að annar meðlimur í klíkunni geti gefið út plötu sem einhverjum finnst heilalaus og ömurleg?
Ég hef stundum hlustað á Rás 2 og heyrt tónlist STEF klíkunar sem þar er spiluð, og get ekki sagt að sú tónlist sé á neitt hærra plani heldur en umfjöllunin um hana eða eigi neitt betra skilið. Sumt er gott annað er slæmt, eins og gegnur og gerist á svo mörgum sviðum.
Ef allar íslenskar plötur fengju alltaf frábæra dóma þá myndi enginn taka mark á því.Ef maður sér gagnrýnanda sem gefur gefur góðum plötum góða dóma og slæmum plötum slæma dóma, þá tekur maður meira mark á honum og er líklegri til að kaupa plötur sem fá góða dóma, heldur en ef allar plötur fengju góða dóma.
Þessi skrif Sindra hafa líka ekkert með mömmu hans að gera (allavega ekkert frekar en hraunið hans Bubba hafa með mömmu Bubba að gera).
Afverju geta ekki tónlistarmenn sýnt blaðamönnum aðeins meiri virðingu?? Þeir eru eflaust líka að skrifa í heiðarleika frá hjartanu, og oftar en ekki finnst þeim afurðir sumra tónlistarmanna jafn merkilegar og tónlistar mönnum finnast afurðir blaðamanna.
...Alveg óþarfi að níðast á því fyrir það þótt sjálfsagt sé að fólk geti haft sínar skoðanir og smekk. Það er bara oft ekki mjög málefnalega/fagmannlega skrifað um músíkrýni á Íslandi, því miður. Mjög særandi fyrir þann sem lendir í þessu.
Það sama á við um skrif Bubba um Sindra. Þau segja nákvæmlega ekkert um umfjöllunarefnið (engin rökstuðningur á að hann hafi rangt fyrir sér eða neitt þannig) heldur mjög barnaleg ad hominem áras.
Mér fannst þetta ágætlega skrifaður dómur (ekki ósvipað og fólk hefur ólíkar skoðanir á verkum tónlistarmanna). Þannig séð ekkert ófaglegt við hann. Hann lýsti upplifun sinni af plötunni og gerði það á frekar skemmtilegan hátt þannig að úr varð líflegur texti með smá karakter og attitjúd.Ekki ósvipað og pönk tónlist sem er oft ekkert faglega unnin frá atvinnutónlistarmanna sjónarmiði, en er hinsvegar gjarnan mjög lífleg, með mikinn karakter og mikla sál.Sindri er eflaust fær um að rakka niður plötuna á málefnalegri og að þínu mati á fagmanlegari hátt, en niðurstaðan hefði eflaust orðið mun leiðinlegri texti.
Ég ætla að vísa aftur í orð Jakobs Þessi skrif segja allt um þann sem skrifar og ekkert um umfjöllunarefnið.
Þó að Hafdís sé ekki jafn stór og mikil stjarna og þú, þá er óþarfi að kalla hana Hafdísi litlu. ;) síríuslí.
Lokaorð?
STEF klíkunni þykir greinilega ekki mikið til þessara skrifa koma og hefur um þau ljót orð. Fólk hefur ólíkar skoðanir. Mér og mörgum öðrum finnst oftar en ekki lítið til tónlistar STEF klíkunar koma. Sumir hafa um það ljót orð.
Er annar hvor hópurinn skárri?
Bubbi hraunar yfir Sindra Eldon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst báðir aðilar jafn ómálefnalegir, en er þó sammála Sindra að því leyti að tónlistin hennar Hafdísar er hugsanlega það leiðinlegasta sem ég hef heyrt.
Kristján Fenrir (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.